Farið að bera á rottum austan Elliðaáa

Borið hefur á rottum í Árbæjarhverfi og Breiðholti.
Borið hefur á rottum í Árbæjarhverfi og Breiðholti. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Undanfarin tvö ár hefur orðið vart við rottur í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins, það er í Breiðholti og Árbæ.

Þetta segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, í Morgunblaðinu í dag.

„Lengi vel var þetta þannig að rottur sáust hvorki í Breiðholti né Árbæ. En ætli það séu ekki tvö ár síðan maður fór að heyra af þessu. Þá voru bilaðar lagnir uppi í Árbæ og líka í Neðra-Breiðholtinu, og menn voru að mynda lagnirnar, og þá sáu þeir í dýr,“ segir Guðmundur. Ástand lagna skiptir máli í þessu sambandi. Séu þær í lagi verði menn ekki varir við meindýrin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert