Gæsin Blanda verður í beinni

Arnór Þórir Sigfússon heldur á Blöndu með hálsbandið.
Arnór Þórir Sigfússon heldur á Blöndu með hálsbandið. Ljósmynd/Jón Sigurðsson

Nýjasta höfuðgæs Blönduósbúa, grágæsin Blanda, hefur fengið sinn eiginn gervihnattarsendi svo hægt verður að fylgjast með ferðum hennar næstu tvö árin.

Hún var merkt ásamt 112 öðrum gæsum á Einarsnesi við Blöndu í gær með bókstafnum B, en 16 ár eru síðan gæsir voru merktar síðast á Blönduósi. Ein gæs úr þeim hópi skilar sér enn á heimaslóðir og skilar jafnvel enn ungum.

Jón Sigurðsson birtir mynd af eðalgæsinni Blöndu og gæsasérfræðingnum Arnóri Þóri Sigfússyni á Facebook-síðu sinni í gærkvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert