SALEK skilyrði lækkunar

Gangbrautir malbikaðar í Kópavogi.
Gangbrautir malbikaðar í Kópavogi. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir að náist samkomulag um SALEK, hafi verið skapaðar alvöru forsendur fyrir vaxtalækkun.

Bjarni segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að haldi sveitarfélögin og ríkið aftur af eyðslu sinni, og laun í landinu verði ekki hækkuð umfram framleiðnivöxt, muni vextir lækka.

Fjármálaráðherra segir að gögn frá norskum hagfræðingi, sem sé sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, hafi verið lögð fyrir SALEK-hópinn, þar sem nákvæmlega komi fram hvernig launaþróun í Skandinavíu hafi verið, hvernig vextir hafi þróast og hvernig launabreytingar opinberra starfsmanna hafi verið, samanborið við almenna markaðinn. „Þessi lönd búa bara við allt annan veruleika en við,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert