Ætlar af þingi og í búskap

Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til Alþingis í haust. 

„Ég í samráði við mína allra nánustu, hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til Alþingis í komandi kosningum. Ástæðan er að ég og nýbakaða eiginkona mín, Birna Harðardóttir, höfum ákveðið að skipta um áfanga í lífinu. Eftir kosningar munum við flytjast ásamt börnum okkar tveim til foreldra minna í sveitina á Urriðafossi. Þar hyggjumst við gerast bændur og fara inn í búskap með foreldrum mínum,“ segir í fréttatilkynningu frá Haraldi.

„Ég er þakklátur og stoltur fyrir þann tíma sem ég hef fengið að vinna fyrir land og þjóð. Ég er stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar undir forystu Framsóknarflokksins og það er ekki allt sem sýnist inni á Alþingi. Hvet að lokum alla þá, sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið okkar betra og sanngjarnara að bjóða sig til starfa á löggjafarsamkomunni.“

Haraldur settist fyrst á þing árið 2013. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert