Áttar sig ekki á kröfum hljómsveitanna

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir það misskilning að bæjaryfirvöld hafi eitthvað um löggæslu á þjóðhátíð að segja. Segir hann að nú þurfi að setjast niður og ræða málin af yfirvegun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fimm af helstu skemmtikröftum hátíðarinnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tónlistarfólkið hótar að hætta við að koma fram komi ekki til breytinga á verklagi vegna nauðgunarmála á hátíðinni. Vísar tónlistarfólkið kröfum sínum til lögreglunnar og bæjarins en þær snúa að því að tekið verði upp það vinnulag  sem Lands­spít­al­inn og Stíga­mót telji vera æski­leg­ast.

„Ég á nú erfitt með að vera með viðbrögð gagnvart því hvar hljómsveitir spila. Nú er það þannig að Vestmannaeyjabær hvorki heldur Þjóðhátíð né stjórnar lögreglunni, þannig að það er kannski erfitt fyrir mig að vera með einhver viðbrögð gagnvart því hvað hljómsveitir velja að gera eða hvernig þessi mál þróast en vissulega er þessi umræða leið,“ hefur RÚV eftir Elliða.

Segir hann bæjaryfirvöld hafa rætt við lögreglustjóra og fengið þau svör að upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni verði veittar fjölmiðlum svo fljótt sem auðið sé.

„Og maður áttar sig ekki á því hvað, eftir hverju er þá verið að óska þegar slíkt er komið fram.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert