Dikta og GKR hætta einnig við

Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, sagði frá ákvörðun hljómsveitarinnar
Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, sagði frá ákvörðun hljómsveitarinnar mbl.is/Árni Sæberg

Hljómsveitirnar Dikta og GKR hafa bæst í hóp þeirra sem ekki koma fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina að óbreyttum verkferlum lögreglu í nauðgunarmálum á hátíðinni.

Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, sagði frá ákvörðun hljómsveitarinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en sagt er frá ákvörðun GKR á vef Nútímans. Quarashi mun funda í kvöld um þátttöku sína í hátíðinni.

Þjóðhátíðarnefnd hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að nefndin hafi ekki ákvörðunarvald yfir lögreglu en muni bjóða Stígamótum og neyðarmóttöku Landspítala að taka út for­varn­ar­starf, gæslu og viðbragðsteymi á hátíðinni.

mbl.is hefur ekki náð í Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestnmannaeyjum, vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert