Fallhlífarmaður reyndist gasblöðrur

Fjölmennt lið var kallað við vegna gasblaðra við Gróttu.
Fjölmennt lið var kallað við vegna gasblaðra við Gróttu.

Tilkynnt var að fallhlífarmaður hefði mögulega lent í sjónum við Gróttu um klukkan níu í kvöld og voru lögregla, sjúkralið og slökkvilið kölluð út, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Í ljós kom að um gasblöðrur úr afmælisveislu í nágrenninu var að ræða, en þær höfðu borist á haf út.

Aðgerðum á svæðinu er nú lokið.

Frétt mbl.is: Fjölmennt lið, þyrla og bátur við Gróttu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert