Quarashi mun funda um þátttöku sína

Sölvi Blöndal, forsprakki sveitarinnar.
Sölvi Blöndal, forsprakki sveitarinnar. mbl.is/ Golli

Hljómsveitin Quarashi styður ákvörðun hljómsveitanna fimm sem hyggjast draga sig úr þjóðhátíð í Eyjum komi ekki til verklagsbreytinga af hálfu lögreglu.

Frá þessu greinir á vef Vísis þar sem fram kemur að hljómsveitin hyggist funda um hvort hún eigi einnig að hætta við þátttöku sína.

„Okkur finnst þetta mjög flott framtak og við styðjum þetta heilshugar,“ segir Sölvi Blöndal forsprakki Quarashi við Vísi "Við vonum að Þjóðhátíðarnefnd og lögreglustjóri taki gagnrýnina til sín og breyti afstöðu sinni."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert