Aldís stefnir íslenska ríkinu

Aldís Hilmarsdóttir hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans að …
Aldís Hilmarsdóttir hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans að færa hana til í starfi. Árni Sæberg

Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi, að því er RÚV greinir frá.

Stefnan var birt ríkislögmanni í vikunni en þar krefst Aldís ógildingar á ákvörðun lögreglustjórans og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða henni 2,3 milljónir króna. 

Í stefnunni er sagt að fram komi að ákvörðun Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafi verið stjórnvaldsákvörðun sem hafi verið byggð á ómálefnalegum forsendum. Þar hafi í raun verið um illa dulbúna og fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi að ræða. Aldís hafi enn fremur þurft að þola einelti á vinnustað af hálfu lögreglustjórans.

Þá hafi Aldísi verið hafnað um andmælarétt þegar henni var tilkynnt um breytinguna. Ósk um skriflegan rökstuðning hafi hins vegar staðfest að meðferðin á henni hafi helgast af tilhæfulausum hugmyndum um að hún hafi með einhverjum hætti gerst sek um vanrækslu í starfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert