Björgvin Karl fer upp um sæti

Björgvin sigraði greinina í fyrra en kom fimmti í mark …
Björgvin sigraði greinina í fyrra en kom fimmti í mark í dag þrátt fyrir betri tíma en síðast. Ljósmynd/Berglind Sigmunds

Björgvin Karl Guðmundsson kom fimmti í mark í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit í dag og er kominn upp í fjórða sæti heildarkeppninnar. Keppt var í æf­ing­unni „murph“ þar sem kepp­end­ur þurfa að hlaupa og gera ýms­ar æf­ing­ar í þyng­ing­ar­vesti.

Björgvin bar sigur úr býtum í sömu grein á leikunum í fyrra þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 38:36:21 en þrátt fyrir betri tíma í dag hafnaði Björgvin í fimmta sæti í greininni. Björgvin kom í mark á tímanum 38:06:84 sem er um 30 sekúndum betri tími en í fyrra og því ljóst að styrkleiki keppninnar er að aukast.

Fyrstur í mark var Josh Bridges á tímanum 34:38:83 en það er Mathew Fraser sem er efstur að stigum í heildarkeppni leikanna í karlaflokki.

Þau Björgvin Karl og Katrín Tanja eru því sem stendur bæði í fjórða sæti í sínum flokki að fyrstu grein dagsins lokinni.

Frétt mbl.is: Katrín Tanja önnur í mark

Björgvin á eftir að keppa í tveimur greinum í dag líkt og keppendur í kvennaflokki en keppni í einstaklingsflokki heldur áfram seint í kvöld að íslenskum tíma en leikar halda áfram frá klukkan hálfsex í kvöld í liðakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert