Katrín Tanja önnur í mark

Katrín Tanja kom önnur í mark í fyrstu grein þriðja …
Katrín Tanja kom önnur í mark í fyrstu grein þriðja keppnisdags á heimsleikunum í crossfit. Ljósmynd/Milisa Smith

Fyrstu grein dagsins í kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit er lokið. Katrín Tanja kom önnur í mark á eftir Kari Piers og er það hennar besti árangur það sem af er keppni. Ragnheiður Sara var ellefta í mark og þá Þuríður Erla sú fjórtánda. Annie Mist kom síðust íslensku stúlknanna í mark og var 24. í greininni. 

Í heildarkeppninni að grein lokinni er Samantha Briggs í fyrsta sæti í kvennaflokki, Ragnheiður Sara fer upp í fjórða sæti og Katrín Tanja í það fimmta. Annie Mist fellur niður í sjöunda sæti og Þuríður Erla fer upp um eitt sæti í það átjánda.

Keppt var í æfingunni „murph“ þar sem keppendur þurfa að hlaupa og gera ýmsar æfingar í þyngingarvesti. Björgvin Karl og aðrir keppendur í karlaflokki eru farnir af stað í sömu grein og má fylgjast með beinni útsendingu í meðfylgjandi frétt.

Frétt mbl.is: Þrautir í þyngingarvesti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert