Kjötsala hefur aukist um 11,2%

Aukning sölu á nautakjöti er mjög mikil.
Aukning sölu á nautakjöti er mjög mikil. mbl.is/Styrmir Kári

Heildarkjötsala jókst um 11,2% frá 1. júní 2015 til 30. júní 2016 og var um 27 þúsund tonn.

Þyngst vegur aukning sölu á nautakjöti en hún hefur vaxið um heil 36,9% á tímabilinu. Sala eykst á öllum kjöttegundum nema lambakjöti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðva hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að ein ástæða þess að ekki hafi orðið söluaukning á lambakjöti sé að á meðan verkfalli dýralækna stóð í fyrra var ekki hægt að slátra svínum og nautum. Fyrir vikið hafi verið óvenjugóð sala á lambakjöti í fyrrasumar þar til verkfallinu lauk, en það stóð fram í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert