Vegavinna á Arnarnesvegi og Hellisheiði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Malbikunarframkvæmdir verða í dag á Arnarnesvegi til vesturs, frá hringtorgi við Fífuhvammsveg að brú yfir Hafnarfjarðarveg og á rampi niður á Hafnarfjarðarveg til norðurs. Vinnusvæðið verður lokað og hjáleiðir merktar.

Einnig er fyrirhugað að malbika síðdegis beygjuakreinar af Sæbraut til norðurs inn á Kirkjusand og af Sæbrautinni til norðurs inn á Súðarvog og verður þeim lokað.

Áætlað er að vinna standi til klukkan átta í kvöld og eru vegfarendur beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Þá verður unnið að viðgerðum á veginum yfir Hellisheiði í kvöld og nótt. Vinnusvæðið afmarkast af gatnamótum við Bláfjallaafleggjara og hringtorgi við Hveragerði, en vinnan er þó mest á heiðinni sjálfri. Þrengt verður að umferð þar sem unnið er og má búast við smávægilegum töfum. 

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist klukkan sjö í kvöld og að þeim verði lokið um sexleytið í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert