33 tilvik á 4 árum

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kraftmiklum leysigeislum var beint í tvígang að flugvélum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi í fyrra, í annað skiptið í Reykjavík og hitt skiptið á Akureyri. Enginn skaði hlaust af en Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að um sé að ræða stórhættulegt athæfi.

Til þessa eru notaðir öflugir leysibendar, sem bannaðir eru hér á landi, en þeir geta náð allt að 30 kílómetra og ljósið í þeim er oftast grænt. Að sögn Þórólfs getur geislinn blindað flugmann og flugstjóra og flugstjórnarklefinn lýsist upp með grænu ljósi sem gerir það að verkum að lestur á mæla og skjái getur reynst erfiðleikum bundinn.

Tvö atvik í síðustu viku

Samkvæmt gögnum Samgöngustofu hafa 33 atvik af þessu tagi verið skráð frá árinu 2012, þar af voru tíu hér á landi. Af þessum 33 hafa fjögur átt sér stað það sem af er þessu ári, tvö þeirra í síðustu viku.

Bjarni M. Berg Elfarsson, flugstjóri hjá Icelandair, varð fyrir geisla frá leysibendi síðastliðið haust, þegar hann var við stjórnvölinn á flugvél sem var í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann segir að hann og aðstoðarflugmaðurinn hafi blindast algerlega þegar geislinn hitti flugstjórnarklefann. annalilja@mbl.is 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert