Bæði ökumaður og bifreið í óökuhæfu ástandi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Skömmu fyrir miðnætti var ökumaður stöðvaður í Reykjavík vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Í ljós kom að ökuréttindi hans voru útrunnin, bifreiðin var á röngum skráningarnúmerum og þar að auki ekki í ökuhæfu ástandi.

Skráningarnúmer voru tekin af bifreiðinni en ökumaður látinn laus að lokinni blóðtöku.

Samkvæmt dagbók lögreglu var einn í viðbót tekinn vegna gruns um ölvunarakstur í nótt. Var sá einnig látinn laus að lokinni blóðtöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert