Katrín Tanja upp í þriðja sætið

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ljósmynd/Milisa Smith

Katrín Tanja Davíðsdóttir skaust upp í þriðja sætið í einstaklingsflokki kvenna á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu eftir fyrstu þraut kvöldsins. Hún er nú aðeins tveimur stigum á eftir Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, sem er í öðru sæti.

Katrín Tanja hafnaði í sjötta sæti í fyrstu þraut kvöldsins, sem bar heitið Climbing Snail, en Ragnheiður Sara í því áttunda.

Ragnheiður Sara er með 550 stig en Katrín Tanja 548. Samantha Briggs er sem fyrr í forystu, nú með 576 stig.

Annie Mist Þórisdóttir situr í níunda sæti með 448 stig.

Eins og áður sagði er fyrstu þraut kvöldsins lokið, en alls verður keppt í þremur greinum í einstaklingskeppninni í kvöld og nótt.

Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sæti í karlaflokki eftir þrautina, með 430 stig, en hann hafnaði í áttunda sæti í sjálfri þrautinni.

Hér verður hægt að fylgjast með annarri þraut kvöldsins klukkan 23:30: Hér verður hægt að fylgjast með þriðju þrautinni klukkan 2:50 í nótt:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert