Rignir á druslur

Vegfarendur á Laugavegi.
Vegfarendur á Laugavegi. mbl.is/Styrmir Kári

Druslur af öllum stærðum og gerðum eru hvattar til að rífa með sér regnhlíf fyrir göngu dagsins. 

„Það er í raun og veru hægviðri á landinu en rigning mjög víða, það er hvergi eitthvað sérstaklega gott. Það er helst þá hér eða á Egilstöðum svona fram eftir degi en svo verður þungbúið þar í kvöld og nótt á morgun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Hún hvetur þá sem ætla að skella sér í Druslugönguna í miðbæ Reykjavíkur til að taka með sér regnhlífar og segir enga hættu á að þær fjúki. 

„Það er bara logn svo það er tilvalið að nota regnhlífar í dag.“

Frekari upplýsingar um veður má finna á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert