Björgvin í áttunda sæti fyrir lokaþrautina

Björgvin Karl er fallinn niður í áttunda sæti en á …
Björgvin Karl er fallinn niður í áttunda sæti en á eina þraut eftir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin Karl Guðmundsson átti ekki sinn besta dag í „Rope Chipper“-þrautinni á heimsleikunum í Crossfit og náði aðeins 27. sæti. Hann féll þó aðeins niður um eitt sæti í heildina og er í því áttunda fyrir lokagreinina. 

Lokagreinin er kölluð „Redemption“ eða „Endurlausn“ og byggist meðal annars á svokölluðu „Peg Board“ sem kynnt var til leiks í fyrsta skipti á leikunum fyrir ári. Því er nú komið að því að sjá hverjir hafa æft sig best fyrir nýju þrautina.

Matthew Fraser hefur áberandi forystu í karlaflokki fyrir lokagreinina með 1002 stig gegn 827 stigum Ben Smith. Þar sem aðeins hundrað stig eru í pottinum er ljóst að Fraser mun standa uppi sem sigurvegari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert