Fimm bæk­ur til­nefnd­ar til Ísnál­ar­inn­ar

Tilnefningar liggja nú fyrir í þriðja sinn til Ísnálarinnar (The IcePick), verðlauna fyrir bestu þýddu glæpasögu á íslensku. Verðlaunin eru veitt í tengslum við Iceland Noir-glæpasagnahátíðina, sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík, nú dagana 17.-20. nóvember 2016.

Tilnefndu bækurnar eru:

  • Hin myrku djúp eftir Ann Cleeves; þýðandi Þórdís Bachmann. Útg. Ugla.
  • Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw; þýðandi Ragna Sigurðardóttir. Útg. Veröld.
  • Kólibrímorðin eftir Kati Hiekkapelto; þýðandi Sigurður Karlsson. Útg. Skrudda.
  • Meira blóð eftir Jo Nesbö; þýðandi Bjarni Gunnarsson. Útg. JPV.
  • Sjöunda barnið eftir Erik Valeur; þýðandi Eiríkur Brynjólfsson. Útg. Draumsýn.

Að Ísnálinni standa Iceland Noir-glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Magnea J. Matthíasdóttir, Quentin Bates og Ragnar Jónasson.

Til­nefn­ing­ar til Ísnál­ar­inn­ar eru til­kynnt­ar á fæðing­ar­degi glæpa­sagna­höf­und­ar­ins 
Raymonds Chandlers (f. 23. júlí 1888), en hann nýtti sér ís­nál sem morðvopn í bók sinni The Little Sister (1949). Bók­in kom út á ís­lensku árið 1990, í þýðingu Þor­bergs Þórs­son­ar, og hét þá Litla syst­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert