Katrín Tanja efst fyrir síðustu þrautina

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fyrsta sæti á heimsleikunum í crossfit þegar ein þraut er eftir.

Katrín hafnaði í fjórða sæti í þrautinni „Rope chopper“, sem er nú nýlokið, en Ástralinn Tia-Clair Toomey, sem er í öðru sæti, hafnaði í sjöunda.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er þá enn í þriðja sæti, eftir að hafa verið sú fimmta í þrautinni.

Annie Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir féllu lítillega niður töfluna eftir þrautina; Annie er í 13. sæti og Þuríður í 18. sæti.

Það eru því góðar líkur á því að Íslendingar eigi sigurvegara á leikunum í ár, en það skýrist eftir síðustu þraut keppninnar, sem hefst klukkan 22:30 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með keppninni á vefsíðu heimsleikanna, sem finna má hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert