Teknir fyrir að aka undir áhrifum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt för þriggja ökumanna vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þeir voru allir látnir lausir að lokinni blóðtöku, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Þá hafði lögreglan afskipti af þremur mönnum í bifreið rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Við leit í bifreiðinni fannst lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Voru mennirnir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Vínlandsleið, þar sem málið var afgreitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert