Fjórir háskólar hafa áhuga á lögreglunáminu

Fjórir háskólar sendu inn þátttökutilkynningu í auglýstu ferli Ríkiskaupa um lögreglunám á háskólastigi. Eru það Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.

Ekki er um formlegt útboð að ræða heldur aðeins yfirlýsingu um að háskólarnir hafi áhuga.

Áður hefur HA tilkynnt um að skólinn muni taka þátt í útboðinu og að sérstök nefnd innan skólans hafi undanfarnar vikur unnið að mótun ramma utan um þetta nýja nám. Er í tillögum þeirra gert ráð fyrir nýju fræðasetri í lögreglufræði þar sem byggja á upp rannsóknir á því sviði.

Sjá frétt mbl.is: Telur alla háskóla landsins eiga að sitja við sama borð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert