Flugsveitin nálgast þolmörk

Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sækir hér veikan sjómann um …
Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sækir hér veikan sjómann um borð í rússneskan togara, djúpt út af Reykjanesi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Mikil fjölgun erlendra ferðamanna, sem til landsins koma og þarfnast aðstoðar í nauð, er helsta skýringin á aukningu verkefna hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

„Júlí er alltaf annasamur en aldrei sem nú,“ segir Sigurður H. Wiium yfirflugstjóri. Samkvæmt tölum frá Gæslunni eru útköllin í júlí nú orðin alls 30 og 18 manns hefur verið komið hjálpar. Ef árið allt er svo undir þá eru útköllin 131 borið saman við 97 á síðasta ári.

Í hverri þyrluáhöfn eru flugstjóri, flugmaður, spilmaður og sigmaður og læknir frá Landspítalanum. „Miðað við fjölda útkalla að undanförnu erum við nærri þolmörkum. Erum í raun undirmönnuð á öllum póstum og sagt er að fjölga þurfi í þyrlusveitinni um 40% svo við séum vel sett,“ útskýrir Sigurður í frétt í Morgunblaðinu í dag um álagið á þyrlusveitinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert