Gaman að sjá kraftinn meðal unga fólksins

Mosfellingar Skátinn Dagbjört Brynjarsdóttir bauð Ólaf Ragnar Grímsson velkominn á …
Mosfellingar Skátinn Dagbjört Brynjarsdóttir bauð Ólaf Ragnar Grímsson velkominn á nýjar heimaslóðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, sem lætur af embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag og flytur þá í Mosfellsbæ, var á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni um helgina boðinn velkominn þangað í bæ af félögum í skátafélaginu Mosverjum.

Á mótinu afhenti Dagbjört Brynjarsdóttir liðsforingi forsetanum skjal því til staðfestingar. Er þar tekið fram að skátarnir séu tilbúnir til þess að hreinsa Varmá, þar sem hún rennur í bakgarði hússins við Reykjamel, þangað sem Ólafur Ragnar hyggst flytja.

Við mótsslit á Úlfljótsvatni á laugardagskvöld voru á staðnum alls um 8.000 manns, að því er fram kemur í umfjöllun um hátíðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert