Kæra stjórnanda Deildu.net

Kæra hefur verið lögð fram á hendur meintum stjórnanda skráaskiptasíðunnar Deildu.net af hálfu fjögurra íslenskra höfundarréttarfélaga. Þá hefur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) einnig lagt fram kæru á hendur nokkrum notendum síðunnar fyrir að hafa deilt í gegnum hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Frétt mbl.is: Rétthafasamtök kæra lögregluna

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að til þess að hafa uppi á þeim sem kærðir hafa verið hafi höfundarréttarfélögin notið aðstoðar utanaðkomandi fyrirtækis sem rannsakað hafi málið. Það hafi lögreglu hins vegar ekki tekist að gera. Rifjað er enn fremur upp að Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) hafi kært lögreglu fyrir seinagang í rannsókn á Deildu.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert