Milljónaframkvæmd á Húsavíkurflugvelli

Húsavíkurflugvöllur er skammt sunnan Húsavíkur og þangað hefur mikill vöxtur …
Húsavíkurflugvöllur er skammt sunnan Húsavíkur og þangað hefur mikill vöxtur verið í flugi enda miklar framkvæmdir í Norðurþingi. Ljósmynd/Isavia

Unnið er að endurbótum á Húsavíkurflugvelli fyrir 170 milljónir króna. Umferð um völlinn hefur aukist með tilkomu álversins á Bakka og framkvæmdum við Þeistareyki.

Flugfélagið Ernir flýgur til Húsavíkur og hefur orðið vart við töluverða fjölgun farþega.

Áætlað er að verkinu ljúki í lok september en verið er að endurnýja ljósakerfi og slitlag á vellinum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert