Sjúklingar fara ekki í sumarfrí

Landsmenn eru hvattir til þess að gefa blóð í vikunni.
Landsmenn eru hvattir til þess að gefa blóð í vikunni. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Blóðbankann vantar blóð í öllum blóðflokkum og biðlar til landsmanna að gefa blóð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Akureyri. Í tilkynningu frá Blóðbankanum kemur fram að staðan nú eftir helgina sé ekki góð og að mikilvægt sé að blóðsöfnun gangi vel í þessari viku fyrir verslunarmannahelgina.

„Blóðbankinn minnir á að sjúklingar fara ekki í sumarfrí, en þegar landsmenn eru á faraldsfæti gengur verr en vanalega að ná í blóðgjafa. Eftir sem áður er þörfin hjá Blóðbankanum 70 blóðgjafar á dag,“ segir í tilkynningunni.

Það er opið til klukkan 19 hjá Blóðbankanum á Snorrabraut 60 í dag og til 15 á sjúkrahúsinu á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert