Bernhöftsbakarí fer niður á Skúlagötu og sameinast hinu upphaflega Björnsbakaríi

Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari.
Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís, hefur keypt allan rekstur Björnsbakarís við Skúlagötu og sameinar starfsemi bakaríanna tveggja, sem verður þar sem Björnsbakarí er nú við Skúlagötu.

„Ný staðsetning er nákvæmlega 600 metra, þ.e. hurð frá hurð, frá gamla staðnum við Bergstaðastræti,“ segir Sigurður Már en með sameiningunni ætlar hann að bjóða sínum viðskiptavinum upp á það besta úr báðum bakaríum.

„Þetta er hið upphaflega Björnsbakarí, sem var stofnað 1896 og síðar keypt af Birni Símonarsyni 1901. Hér er því verið að sameina tvö elstu bakarí borgarinnar,“ segir Sigurður Már í umfjöllun um sameininguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert