Bergþór stefnir á 1.-3. sætið

Bergþór hefur verið skráður í Pírata í nærri tvö ár …
Bergþór hefur verið skráður í Pírata í nærri tvö ár og verið virkur þátttakandi í grasrótinni síðasta eina og hálfa árið.

Bergþór Heimir Þórðarson, dyravörður, öryrki og nemi í hugbúnaðarverkfræði, hefur tilkynnt framboð sitt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann stefnir á 1.-3. sæti en segist í framboðslýsingu sinni taka hverju því sæti sem flokkurinn setji sig í. Hann er ritari stjórnar Pírata í Reykjavík og var varamaður í síðasta framkvæmdaráði. Þá situr hann einnig í Hverfisráði Breiðholts fyrir Pírata.

„Ég stefni hátt á lista þar sem ég tel að ég muni gagnast Pírötum og íslensku þjóðinni mun meira inni á þingi en utan,“ segir í framboðslýsingu Bergþórs en hann hefur verið skráður í Pírata í nærri tvö ár og verið virkur þátttakandi í grasrótinni síðasta eina og hálfa árið.

„Ég hef komið að flestallri stefnumótun flokksins með einum eða öðrum hætti á þessum tíma. Ég hef þó mestan áhuga á málefnum sem tengjast velferðar- og heilbrigðiskerfunum,“ segir í framboðslýsingunni sem má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert