Bessastaðir undirbúnir fyrir komu Guðna

Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær Guðni flytur …
Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær Guðni flytur inn á Bessastaði. Verið er að gera lagfæringar á húsnæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er fluttur út af Bessastöðum. Þetta staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari í samtali við mbl.is. 

Örnólfur segir að verið sé að yfirfara húsið og gera við eitt og annað sem setið hefur á hakanum í langan tíma og er búist við því að það taki einhverja stund. Byggingadeild forsætisráðuneytisins annast verkið.

Sjá frétt mbl.is: Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars á morgun

Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær Guðni Th. Jóhannesson flytur inn. 

Formleg embættistaka Guðna Th. Jóhannessonar verður 1. ágúst næstkomandi. Athöfnin hefst með helgistund í Dómkirkjunni áður en hin eiginlega innsetningarathöfn hefst í Alþingishúsinu klukkan 16. Verða það handhafar forsetavalds sem annast athöfnina og Hæstiréttur gefur út kjörbréfið sem staðfestir niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði.

Sjá frétt mbl.is: Formföst embættistaka Guðna

Guðni Th. er þegar farinn að undirbúa flutning til Bessastaða en hann setti hús sitt við Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi á leigu fyrr í þessum mánuði eins og mbl.is greindi frá. Húsið er 249 fermetrar að stærð og er á þremur hæðum. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og þrjár stofur.

Sjá frétt mbl.is: Guðni setur hús sitt á leigu

Ólafur Ragnar Grímsson festi árið 2011 kaup á einbýlishúsi að Reykjamel 11 í Reykjadal í Mosfellsbæ.

Guðni Th. ásamt Elizu á svölunum á húsi þeirra á …
Guðni Th. ásamt Elizu á svölunum á húsi þeirra á Seltjarnarnesi. Húsið hefur nú verið auglýst til leigu og munu þau flytja á Bessastaði þegar búið verður að gera húsnæðið þar upp. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert