Eldur í álveri Norðuráls í nótt

Norðurál á Grundartanga.
Norðurál á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp í álveri Norðuráls á Grundartanga upp úr miðnætti í nótt. Ál lak þá úr keri og niður í kjallara kerskálans, þar sem Bobcat-grafa og ýmis búnaður var, vegna vinnu við kerskipti. Kviknaði í gröfunni og nærliggjandi búnaði.

Ágúst Hafberg, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir starfsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins en slökkvilið var kallað til. Einn starfsmaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi vegna reykmengunar, en að sögn Ágústs er í lagi með hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert