Elstu hverfin urðu verst úti

Víða flæddi vatn upp úr niðurföllum og klósettum.
Víða flæddi vatn upp úr niðurföllum og klósettum. mbl.is/Júlíus

„Vatnið fer alltaf auðveldustu leið og því getur þrýstingur leitt vatnið upp úr vatnsleiðslukerfinu og getur komið upp um klósettin heima hjá fólki sem býr í gömlu hverfunum.“

Þetta segir Stefán Sveinsson, verkstjóri fráveitu hjá Veitum ohf. sem er undirfélag Orkuveitunnar, í umfjöllun um afleiðingar óvænts úrhellis í fyrradag. „En það gerist ekki í nýrri hverfunum, því þar er tvöfalt kerfi og skólplagnir ekki tengdar kerfinu.“

Í fyrradag fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 28 útköll út af vatnslekamálum sem er með því mesta sem það hefur lent í á einum degi. Ástæðan er sú að mjög mikil rigning féll á skömmum tíma, þannig að álagið á frárennsliskerfið var meira en það er á miklum rigningatímum á vorin.

Sjávarföllin voru ekki há þegar þetta gerðist, en ef þau eru há geta þau tafið frárennslið og jafnvel myndað þrýsting á móti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert