Ferðamaður slasaðist í hestaferð

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fjögurleytið í dag eftir að erlendur ferðamaður slasaðist í hestaferð.

Atburðurinn átti sér stað á sveitabæ vestan við Flúðir, en að sögn lögreglunnar á Selfossi liggur ekki fyrir hvort maðurinn hafi dottið af hestbaki. Meiðsl hans voru þó metin þannig að ákveðið var að kalla út þyrluna og láta flytja hann á Landspítalann til frekari aðhlynningar og skoðunar.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur mikið álag verið á Landhelgisgæslunni og lögreglu undanfarið vegna erlendra ferðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert