Helgi Björns og fleiri góðir á Innipúkanum

Hátíðargestur sveiflar sér á staur á hátíðarsvæðinu, miðborginni sjálfri.
Hátíðargestur sveiflar sér á staur á hátíðarsvæðinu, miðborginni sjálfri. Ljósmynd/Innipúkin

Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur, verða lokuð fyrir bílaumferð meðan á tónlistarhátíðinni Innipúkanum stendur, en hátíðin fer fram um verslunarmannahelgina á höfuðborgarsvæðinu líkt og undanfarin ár. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2002.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að hún fari að þessu sinni fram á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. 

Sjá einnig: Viðburðavefur mbl.is - Innipúkinn um verslunarmannahelgina

Meðal þeirra sem stíga á svið eru Hjaltalín, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble. Tveir síðastnefndu stíga saman á pall á laugardagskvöldi hátíðarinnar.

Helgi Björnsson verður ekki í dómarasætinu á laugardag. Hann tekur …
Helgi Björnsson verður ekki í dómarasætinu á laugardag. Hann tekur lagið með hljómsveitinni Boogie Trouble. mbl.is

Miðasla á hátíðina fer fram á Tix.is og líkt og síðustu ár er miðaverð á alla hátíðina 7.990 krónur.  Einnig er hægt að kaupa miða á stök tónleikakvöld hátíðarinnar á midi.is, auk þess sem slíkir miðar verða seldir á tónleikastöðunum sjálfum um helgina ef og á meðan húsrúm leyfir. Miðaverð á stakt tónleikakvöld er 3.900 krónur og gildir slíkur miði á alla tónleika það kvöldið á Innipúkanum.

Götuhátíðarstemning verður í Naustunum meðan á hátíðinni stendur. „Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum,“ segir í tilkynningu.

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á vef Innipúkans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert