Norðursigling gerir strandhögg með Opal í Norður-Noregi

Nóg er að gera hjá áhöfn Opals þegar siglt er …
Nóg er að gera hjá áhöfn Opals þegar siglt er með seglum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Stjórnendur Norðursiglingar á Húsavík hafa ákveðið að gera skonnortuna Opal út á hvalaskoðun og norðurljós frá Tromsø í Noregi á komandi vetri og í framhaldinu á fjallaskíði, jafnvel til Svalbarða.

Unnið verður í samvinnu við ferjufyrirtækið Hurtigruten og útbúnar ferðir sem henta farþegum ferjanna, að því er fram kemur í umfjöllun um útrás þessa í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er aðeins upphafið og bætt verður í ef vel tekst til. „Við lítum á norðurslóðir sem okkar framtíðarmarkað og umhverfismálin eru lykillinn,“ segir Agnes Árnadóttir sem mun reka nýja fyrirtækið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert