Reyna að ná Dröfn á flot á háflóðinu

Veður er gott og ekki væsir um áhöfnina.
Veður er gott og ekki væsir um áhöfnina. Ljósmynd/Jón Halldórsson

Þess verður freistað að ná rannsóknarskipinu Dröfn af strandstað í Þorskafirði í Barðastrandarsýslu upp úr eitt í nótt. „Það á að vera háflóð um eittleytið og þá á að freista þess að ná skipinu af strandstað,“ segir Guðmundur Rúnar Jónsson, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni.

Veður sé gott og ekki væsi um áhöfnina, sem sé róleg um borð. „Og ef eitthvað kemur upp á eru þeir með léttbát þannig að þeir geta komið sjálfum sér í land.“ Mannskapur sé ekki í hættu, þetta sé bara spurning um að reyna að bjarga skipinu af staðnum.

Áhöfn Drafnar hefur í kvöld undirbúið að ná skipinu af strandstað á flóðinu og segir Guðmundur Rúnar skip sem ætli að reyna að aðstoða vera á leið til þeirra og eins sé björgunarsveit á leiðinni að kanna aðstæður. „Undirbúningur hefur gengið vel og ef ekki gengur að ná skipinu af strandstað á flóðinu þarf bara að skoða hvað er næsta skref í málinu.“

Áhöfn Drafnar vinnur að því að losa skipið

Dröfnin óskemmd á strandstað

Skip er á leiðinni að aðstoða við að ná Dröfn …
Skip er á leiðinni að aðstoða við að ná Dröfn af strandstað á háflóðinu. Ljósmynd/ Jón Halldórsson
Áhöfn Drafnar hefur í kvöld undirbúið að ná skipinu af …
Áhöfn Drafnar hefur í kvöld undirbúið að ná skipinu af strandstað Ljósmynd/Jón Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert