Safnar hjörtum í náttúrunni

Í læk nálægt slóða að Tröllafossi er þessi hjartasteinn.
Í læk nálægt slóða að Tröllafossi er þessi hjartasteinn. Ljósmynd/Ásta Henriksen

„Oft finnst mér þau blasa við, hreinlega æpa á mig. Þau geta verið steinar eða mynduð úr blómum, fléttum og skófum, hrími, klaka, leir, mosa, snjó eða í raun hverju sem er. Og þetta getur verið hvar sem er.“

Þetta segir Siglfirðingurinn Ásta Henriksen um skemmtilegt áhugamál sitt, en hún hefur á undanförnum árum tekið ljósmyndir af hjartalaga fyrirbærum í umhverfinu. Á hún orðið ríflega 300 myndir af hjörtum hvers konar. Ásta segir þetta hafa byrjað fyrir um tíu árum.

„Þetta eru allt hjörtu einhvers staðar í náttúru Íslands, myndirnar aðallega teknar í fjallgöngum en þó líka öðrum göngum hér og þar. Um þarsíðustu helgi gekk ég til dæmis um Sogin á Reykjanesi, í námunda við Keili. Þetta er háhitasvæði, eins og smækkaðar Landmannalaugar, þar er mikil litadýrð og þar rakst ég á hjartalaga leirhver,“ segir í samtali í  í Morgunblaðinu í dag við Sigurð Ægisson, fréttaritara blaðsins á Siglufirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert