Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars á morgun

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Eggert

Ríkisráðsfundur verður haldinn klukkan 11 á Bessastöðum á morgun. Um er að ræða síðasta ríkisráðsfund fráfarandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Að loknum fundinum mun forsetinn bjóða ráðherrum og handhöfum forsetavalds, forseta Hæstaréttar og Alþingis, til hádegisverðar. Er mökum gestanna einnig boðið í hádegisverðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu er um hefðbundinn ríkisráðsfund að ræða og verða lög endurstaðfest sem hafa gengið í gegn frá því að síðasti ríkisráðsfundur var haldinn eins og venja er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert