Erfitt að þurfa að selja kvóta

Þorlákshöfn er stærsta byggðin í Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar hefur verið …
Þorlákshöfn er stærsta byggðin í Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar hefur verið útgerð í 80 ár þótt höfnin sé yngri. Stór hluti af aflaheimildum byggðarlagsins hefur verið seldur í burtu á síðustu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Hafnarnes Ver hf. í Þorlákshöfn hyggjast halda áfram starfsemi, eftir bestu getu, þrátt fyrir sölu á meginhluta kvóta fyrirtækisins til HB Granda hf.

Hráefni hefur verið tryggt til vinnslu út árið með leigu á aflaheimildum frá HB Granda og öðrum verkefnum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fyrirtækið Hafnarnes í Morgunblaðinu í dag.

Hafnarnes Ver er í eigu Hannesar Sigurðssonar útgerðarmanns og fjölskyldu hans. „Þetta eru mjög þung spor. Það var erfitt að standa fyrir framan starfsfólkið í gær [fyrradag] og segja frá þessu. Alveg sama þótt fólkið haldi vinnunni. Það er áfall fyrir það að heyra að búið sé að selja aflaheimildirnar. Við vorum líka hálfdofin,“ segir Ólafur Hannesson framkvæmdastjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert