Ferðamaður fékk sár á höfuðið

mbl.is/Þórður

Tilkynnt var um slasaðan mann við Vegamótastíg á öðrum tímanum í nótt. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var í mjög annarlegu ástandi, hafði dottið og fengið sár á höfuðið. 

Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglu kom sjúkrabifreið á vettvang og var ekki talið að maðurinn þyrfti frekari aðhlynningu. Maðurinn vildi ekki aðspurður gefa persónuupplýsingar eða hvar hann héldi til og hótaði lögreglumönnum.  Hann var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Klukkan 23:48 var bifreið stöðvuð á Smiðjuvegi í Kópavogi. Ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Klukkan 18:05 var bifreið stöðvuð við Bíldshöfða en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka sviptur ökuréttindum, vopnalagabrot þar sem hann var með hnífa á sér og vörslu fíkniefna. Þá var bifreiðin boðuð í skoðun þar sem bremsubúnaður var í ólagi.

Klukkan 00:41 var tilkynnt um ofurölvi mann í Strætó.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert