Fréttir af kynferðisbrotatíðni skaði ekki

Umfjöllun um meint kynferðisbrot hefur verið mikil í aðdraganda útihátíða …
Umfjöllun um meint kynferðisbrot hefur verið mikil í aðdraganda útihátíða um verslunarmannahelgina. mbl.is/Guðmundur Sveinn Hermannsson

„Ég hef ekki séð neitt, hvorki faglegar rannsóknir né af minni klínísku reynslu, sem bendir til þess að það sé skaðlegt fyrir þolendur að tíðniupplýsingar birtist.“

Þetta segir Þóra Sigríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, í Morgunblaðinu í dag um umræður um kynferðisbrot í fjölmiðlum.

Segir hún opna umræðu um kynferðisbrot erfiða en hún sé að sama skapi nauðsynleg. Ítarlegar lýsingar á kynferðisbrotum í fjölmiðlum geti þó verið skaðlegar fyrir þolendur. „Að fram komi ítarlegar lýsingar í fjölmiðlum á einni erfiðustu lífsreynslu sem fólk hefur upplifað,“ segir Sigríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert