Funda með lögreglunni

Regína Ásvaldsdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglustjóri lögreglunnar á Vesturlandi hefur verið boðaður á fund bæjarráðs Akraness í dag. Hyggst ráðið taka fyrir málefni lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins í gær, um niðurskurð hjá fáskipuðu lögregluliði embættisins.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir bæjaryfirvöld líta stöðu lögreglunnar alvarlegum augum, en þau mótmæltu harðlega staðsetningu lögreglustjóra við sameiningu lögregluembættanna árið 2014 og bentu ráðuneytinu ítrekað á að kaupstaðurinn væri sá langfjölmennasti á Vesturlandi.

„Svörin sem ráðamenn gáfu okkur voru að með sameiningunni yrði styrking á löggæslunni á Akranesi, meðal annars með tilkomu sólarhringsvakta sem áður höfðu verið lagðar af,“ segir Regína. „Nú er ljóst að það hefur ekki gengið eftir og okkur finnst það mjög alvarlegt að ekki sé vakt hér allan sólarhringinn, í ljósi þess að hér búa sjö þúsund manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert