Hlaupurum boðið í annað hlaup

/Adidas Boost hlaupið

Ívar Trausti Jósafatsson, ábyrgðaraðili Adidas Boost 10 km hlaupsins, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann tekur fulla ábyrgð á þeim mistökum að hlaupið var aðeins 8,7 km í stað 10 km.

Frétt mbl.is: 10 km hlaupið var ekki 10 km

Tilkynningin í heild:

„Vegna mannlegra mistaka  varð vegalengdin í Adidas Boost hlaupinu eingöngu 8,7 km í stað 10 km eins og auglýst hafði verið. Ég harma þessi leiðu mistök og tek fulla ábyrgð á þeim. Þátttakendur í hlaupinu munu fá tölvupóst þar sem þeim verður boðið að taka þátt í öðru hlaupi í haust, í boði hlaupahaldara og Adidas Íslandi.

Tekið skal fram að samstarfsaðilar eins og Adidas bera enga ábyrgð á mistökum í hlaupinu. Hlaupið verður endurtekið að ári og vandað til verka eftir að farið verður vel yfir það sem vel fór og það sem má betur fara. 

Virðingarfyllst, Ívar Trausti Jósafatsson“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert