Lítið sem ekkert skemmt

Þessi mynd var tekin af Dröfn í gærkvöldi áður en …
Þessi mynd var tekin af Dröfn í gærkvöldi áður en skipið var losað. Ljósmynd/ Jón Halldórsson

Rannsóknarskipið Dröfn varð laust af strandstað í Þorskafirði í Barðastrandarsýslu klukkan 1:18 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni virðist skipið lítið sem ekkert skemmt og eftir að það losnaði var því siglt aðeins út fyrir fjörðinn. Þar voru lögð akkeri og mun áhöfn skipsins halda rannsóknum sínum áfram.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var það björgunarbáturinn Hafdís frá Reykhólum sem var á staðnum og aðstoðaði áhöfn hans áhöfn Drafnar í aðgerðum við að losa skipið.

Fyrri fréttir mbl.is

Reyna að ná Dröfn á flot á háflóðinu

Áhöfn Drafnar vinn­ur að því að losa skipið

Dröfn­in óskemmd á strandstað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert