Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs

Ólafur Ragnar Grímsson á ríkisráðsfundinum í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson á ríkisráðsfundinum í morgun. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, áður en hann lætur af embætti fór fram á Bessastöðum í morgun.

Ólafur ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Ólafur ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. mbl.is/órður Arnar Þórðarson

Að honum loknum bauð hann ráðherrum, forseta Alþingis, forseta Hæstaréttar Íslands, ásamt mökum til hádegisverðar.

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Um hefðbundinn ríkisráðsfund var að ræða og voru lög endurstaðfest sem hafa gengið í gegn frá því að síðasti ríkisráðsfundur var haldinn eins og venja er.

Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag og fer athöfnin fram í Alþingishúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert