Sunnudagurinn á Þjóðhátíð í myndum

Mikil stemning var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær, en hátíðin náði hámarki með brekkusöngnum sem hófst klukkan 23. Ingó veðurguð sá um brekkusönginn, en hann hefur séð um sönginn undanfarin ár.

Þá kom fram fjöldinn allur af tónlistarfólki og skemmti gestum. Hljómsveitin Albatross, með Halldór Gunnar Pálsson í fararbroddi, steig á pall ásamt gestum; Friðriki Dór, Sverri Bergmann, Helga Björns og Röggu Gísla. Þá komu Stuðlabandið, Dans á rósum og Brimnes einnig fram og léku fyrir dansi.

Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í Vestmannaeyjum í allan gærdag og myndaði stemninguna. Frábært veður var í bænum og spókuðu hátíðargestir sig í góða veðrinu og nutu svo dagskrárinnar um kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert