Dorrit kvödd í myndum

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, kom eins og ferskur andblær inn í íslenskt þjóðlíf árið 1999. Vöktu hispursleysi hennar og lífleg framkoma fljótt athygli, jafnt fjölmiðla og þjóðarinnar.

Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, kynntust í hádegisverðarboði í London í gegnum sameiginlega vini en þar urðu þau sessunautar. Ólafur greindi frá því á sínum tíma að þá hefðu neistar kviknað á milli þeirra og hann smátt og smátt fengið nýja trú á lífið og hamingjuna.

Þau giftu sig 14. maí 2003, á afmælisdegi forsetans.

Nú hafa Ólafur Ragnar og Dorrit kvatt Bessastaði. Myndasafn Morgunblaðsins geymir sannarlega gullmola úr lífi hennar og starfi hérlendis síðustu 16 árin eins og sjá má í meðfylgjandi myndasyrpu. Á síðustu myndinni í syrpunni fær íslenska þjóðin fallega kveðju frá Dorrit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert