Sigurður Einarsson áfrýjar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. mbl.is/Ómar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sýknudómi í máli hans gegn íslenska ríkinu vegna skattlagningar á kaupréttum hans í störfum sínum hjá bankanum á árunum 2006 til 2008.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í maímánuði ríkið af kröfum Sigurðar, en hann krafðist þess að úrskurðum ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar, þar sem endurákvörðuð voru gjöld Sigurðar gjaldárin 2007, 2008 og 2009, yrði hnekkt.

Sigurður taldi að kaupréttirnir sem hann nýtti sér hefðu verið skattskyldir í Bretlandi þar sem hann var búsettur og hann hefði þegar greitt það sem honum ber þar í landi. Íslensk skattayfirvöld féllust hins vegar ekki á það.

Var með öðrum orðum deilt um hvort skattleggja bæri tekj­ur af kauprétti á hluta­bréf­um í bank­an­um sem Sig­urður fékk sem stjórn­ar­laun samkvæmt 16. gr. tví­skött­un­ar­samn­ings milli Íslands og Bret­lands eða sem al­menn laun samkvæmt 15. gr. til­vitnaðs samn­ings.

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að kauprétt­ur Sig­urðar hefði verið hluti af kjör­um hans sem stjórn­ar­manns í Kaupþingi banka. Það var því niðurstaða dóms­ins að tekj­ur Sigurðar vegna kauprétt­ar hans á hluta­bréf­um í Kaupþingi hf. væru skatt­skyld­ar á Íslandi.

Mörg hundruð millj­ón­ir í laun

Sig­urður krafðist ógild­ing­ar á úr­sk­urði rík­is­skatt­stjóra og úr­sk­urði yf­ir­skatta­nefnd­ar, en með úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar var staðfest sú niðurstaða rík­is­skatt­stjóra að færa Sig­urði til tekna sem stjórn­ar­laun 673.960.000 krón­ur tekju­árið 2006, 599.256.000 krón­ur tekju­árið 2007 og 328.048.000 krón­ur tekju­árið 2008, vegna kaupa hans á hluta­bréf­um í Kaupþingi, auk 25% álags.

Frétt mbl.is: Tekjur Sigurðar skattskyldar á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert