Skjálfti að stærð 3,9 í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti að stærð 3,9 varð í norðanverðri Bárðarbungaöskju klukkan 16:15 í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Annar skjálfti, að stærð 3,0, varð á svipuðum slóðum klukkan 12:48 í dag. Samtals hafa mælst 11 jarðskjálftar við Bárðabungu frá miðnætti.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is fylgja skjálftarnir í dag sömu þróun og undanfarna mánuði. Verður áfram fylgst með þróun mála.

Í síðustu viku átti á annan tug jarðskjálfta upptök við Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn varð við suðvestanverða öskjuna þann 27. júlí klukkan 22:17 og var hann 2,3 að stærð.

Skjálftakort Veðurstofunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert