Leita manns í tengslum við morðið

Wikipedia

Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í rannsókn á morði á Íslendingi í Akalla-hverfinu í Stokkhólmi, að sögn lögreglunnar. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins og annars er leitað. Lögreglan hefur vísbendingar hver sá maður er en hefur ekki haft upp á honum.

Towe Hägg, sem stýrir rannsókninni hjá lögreglunni í Stokkhólmi, segir í samtali við mbl.is að maðurinn sem er í haldi lögreglu verði áfram í haldi og að rannsókn sé enn í fullum gangi.

35 ára gamall Íslendingur var myrtur á tjaldstæði í Akalla-hverfinu þann 18. júlí sl. Maðurinn fannst alblóðugur á tjaldstæðinu og lést síðar þann sama dag á sjúkrahúsi í borginni.

Karl­maður­inn sem hand­tek­inn var og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald, grunaður um aðild að morðinu á Íslend­ingi í Stokk­hólmi, held­ur fram sak­leysi sínu. Þetta seg­ir lögmaður manns­ins í sam­tali við sænska dag­blaðið Expressen.

Maðurinn sem er í haldi lögreglu neitar því að hafa komið að morðinu en hann er sagður hafa komið áður við sögu hjá lög­regl­unni.

Haft var eft­ir vitni að menn­irn­ir hefðu rif­ist um dul­kóðuð tölvu­gögn í aðdrag­anda árás­ar­inn­ar, en lög­regl­an í Stokk­hólmi hef­ur ekki viljað tjá sig um þær upp­lýs­ing­ar. 

Frétt mbl.is: Skilur af hverju hann var handtekinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert